11.Maí, vertíðarlok,,2015
Samkvæmt dagatölum hérna á árum áður, þá eru vertíðarlok 11.maí næstkomandi. Hann er ekki merktur sem slíkur inná öllum dagatölum, enn í það minnsta er hann merktur inná dagatalinu sem er fyrir framan mig meðan ég skrifa þetta.
Tvo viðmið eru gildandi varðandi þessa vertíð og hef ég notað þau viðmið allar vetrarvertíðir sem ég á tölur um aftur til ársins 1944.
það er að bátur kemst á lista ef hann nær að fiska meira enn 400 tonna á tímabilinu 1.janúar til 11.maí.
Smábátarnir eru með 200 tonna viðmið.
Í Sjómannadagblaði Fiskifrétta sem kemur út í byrjun júní verður stórt yfirlit yfir vertíðina 2015, sem og litið 50 ár aftur í tímann og vertíðinn 1965 skoðuð.
Eins og staðan er núna þá hafa einungis tveir bátar náð yfir 1000 tonn á netunum, enn ennþá er möguleiki á að þriðji báturinn bætist við. þau nöfn eru efst eru Erling KE, Magnús SH, Þórsnes SH og Hvanney SF, ekkert endilega í þessari röð.
Hjá Smábátunum að 15 BT hafa einungis 2 bátar náð yfir 400 tonnin og eru þeir báðir frá Snæfellsinu.
Ekki eru margir því til viðbótar sem eiga möguleika á að ná upp, enn Einar Hálfdáns ÍS er næstur í 400 tonnin,
VEgna þess hversu tíðarfarið hefur verið slæmt í vetur þá hafa einungis 28 bátar náð yfir 200 tonnin sem er nú ansi dapurt, Óli Gísla GK, Oddur á NEsi SI, SKúli ST og Sæunn Sæmundsdóttir ÁR eru allir þeir sem næstir eru því markmiði núna. ( allt miðast þetta við 30 apríl )
Undanfarin ár þá hefur STeinunn SF iðulega verið aflahæstur trollbátanna og að auki aflahæstur allra báta á vertíðinni,
núna þá byrjaði Steinun SF frekar seint vegna breytinga sem að báturinn var í.
Frostamenn áttu all rosalega mars mánuð enn má segja að þeir hafi kastað frá sér toppsætinu með því að skella sér á rækju í apríl, eftir stendur að slagurinn um toppinn er þá kominn á milli, Vestmanneyjar VE, Steinunnar SF og Varðar EA.
á Dragnótinni er nú ekkert nýtt þar, STeinunn SH er hæst þar enn spurning hvort að Hásteinn ÁR nái henni núna síðustu daganna í maí. Reyndar fengu þeir á Steinunni SH 40 tonna hal núna einn daginn í maí og það lyftir henni nokkuð vel upp. aðeins 10 bátar hafa náð yfir 400 tonnin,
Gunnar Bjarnarson SH og Esjar SH eru næstir upp í það, enn frekar langt er í næstur báta enn þeir geta svo sem náð því með góðum maí mánuði að 11.maí t.d vantar Arnþóri GK 60 tonn í 400 tonnin,
3 daga eftir af vertíðinni og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar

Bátur inn og bátur út í Sandgerði á vertíðinni 2015