1800 tonn af tveim 30 tonna bátum í Bolungarvík,2016
Smábátarnir frá Bolungarvík hafa síðustu árin róið ansi stíft enda eru tvær áhafnir á flestum bátanna og það gerir það að verkum að hægt að halda bátunuim á sjó og hvíla áhöfnina á meðan,
vetíðin 2016 var ansi góð hjá 30 tonna plastbátunum og tveir bátar frá Bolungarvík lönduðu samtals 1754 tonn og það hefði skipað þeim í 9 sætinu sæti á eftir Páli Jónssyni GK, enn hann var með 1794 tonn,
Fríða Dagmar ÍS var með 868 tonn í 92 róðrum
og Jónína Brynja ÍS 886 tonn í 92 róðrum.
það má geta þess að það sem gerði þessa vertíð svona rosalega góða fyrir þessa tvo báta var að þeir voru að fiska mjög vel af steinbítnum í mars og apríl .
engu að síður fjandi góður afli hjá þessum tveimur bátum,
og það má geta þess til viðbótar að Sandfell SU var ekki langt frá því að komst yfir 800 tonnin því aflinn hjá bátnum var 778 tonn í 89 róðrum ,
