55 ára útgerðarsögu lokið,2015

HB grandi er að fá nýtt skip Venus NS sem kemur til íslands eftir nokkrar vikur.  

mun Venus NS leysa af Lundey NS sem fagnar 55 ára afmæli sínu.

Eftirfarandi pistill birtist á facebook síðu strákanna á Lundey NS.

"Eftir 55 ára starfsferil er komið að því. í gærkvöld 13.05.15 var síðasta holið híft og allar lestar fylltar. Nú siglum við með síðasta farminn til löndunar á Vopnafirði og að því loknu verður Lundey NS 14 lagt. Skipið hefur verið á söluskrá og er framtíðin því óráðin. Núna erum við á siglingu í besta veðri norður með Suðurey, syðstu ey Færeyja.."

já þetta farsæla skip sem upprunalega hét Narfi RE er því að ljúka útgerðarsögu sinni hérna við landið.  
Narfi RE var upprunalega einn af síðutogurunum og var sá eini þeirra og jafnframt sá fyrsti sem var með frystibúnað um borð.  Stundaði Narfi RE nokkrar siglingar með fyrstan fisk til Þýskalands og Bretlands, áður enn honum var breytt til þess að geta stundað nótaveiðar.  árið 1974.  
árið 1980 þá var Narfi seldur til Eskifjarðar og fékk þar nafnið Jón Kjartansson SU.  það ár veiddi báturinn 8952 tonn af loðnu á vertíðinni í 12 löndunum og mest 1044 tonn í löndun.  


Síðasta halið tekið á Lundey NS. Mynd BK.

Lundey NS mynd Haraldur Bjarnarsson

Jón Kjartansson SU aður enn honum var breytt.  Mynd Tryggvi  Sigurðsson