668 tonn af þrem ÍS dragnótabátum,2016

Það er búið að vera ansi mikil og góð veiði hjá dragnótabátunum sem hafa verið að veiðum t.d í Aðavíkinni og í jökulfjörðunum.


þrír bátar hafa verið að veiðum það og hafa þeir allir fiskað vel.   allir þessir þrír bátar eiga það sameiginlegt að vera allur undir 100 BT að stærð.  

Reyndar má svo bæta við að fjórði ÍS báturinn Eiður ÍS er búinn að vera að dragnótaveiðum enn hann hefur verið á öðru svæði enn hinir 3.

þessir 3 bátar sem hafa verið að mokveiða eru Ásdís ÍS , Egill ÍS og Finnbjörn ÍS .

Samtals hafa þessir bátar landað 668 tonnum núna í júní og ef aflinn hjá Eiði ÍS ( auk þriggja annara báta)  er tekinn með þá hafa ÍS bátarnir landað um 793 tonnum núna í júní.

skoðum aðeins betur aflan hjá þessum þrem bátum sem mest hafa landað,

og skiptum júní í vikur,

Vika 1. frá 1 til 5 júní,

Allir bátarnir landa tvisvar,
Ásdís ÍS 26,6 tonn
Egill ÍS 25,4 tonn
Finnbjörn ÍS 26,5 tonn,


Vika 2. frá 6 til 10 júní,

Mikil og góður afli þessa viku,
Ásdís ÍS 58,3 tonn í 4 róðrum eða 14,5 tonn í róðri
Mest kom Ásdís ÍS með 21,2 tonn í einni löndun þessa vikuna,

Egill ÍS 53,3 tonn í 4 róðrum 
Finnbjörn ÍS 45,8 tonn í 3 róðrum eða 15,3 tonn í róðri.  

Vika 3 frá 11 til 17 júní,
Áfram mok,
Ásdís ÍS með 40,9 tonn í 3 róðrum 
Egill ÍS með 66,4 tonn í 4 róðrum eða 16,6 tonn í róðri, mest 18,8 tonn.

Finnbjörn ÍS 53,8 tonn í 4 róðrum 

Vika 4 frá 18 til 24 júní,
og áfram heldur góð veiði,
Ásdís ÍS með 55 tonn í aðeins 3 róðrum eða 18,3 tonn í róðri,
Ásdís ÍS kom með 19,4 tonn og 19,3 tonn  í næsta róðri
Egill ÍS með 43,5 tonn í 3
og Finnbjörn ÍS með 57 tonn í aðeins 3 róðrum eða 19 tonn í róðri,
Hérna komst Finnbjörn ÍS í 23,2 tonn í einni löndun og deginum áður hafi báturinn landað 20 tonnum,

Vika 5. frá 25 til 30 júní.
Ásdís ÍS með 40,7 tonn í 4
Egill ÍS með 38,5 tonní 3
Finnbjörn ÍS með 35,4 tonn í 3.

og ansi lítill munur á þessum bátum,
núna er Egill ÍS komin með 227 tonn

Egill ÍS Mynd Þóroddur Sævar Guðlaugsson

Ásdís ÍS 222 tonn

Ásdís ÍS mynd Vikari.is

Finnbjörn ÍS 219 tonn,


Finnbjörn ÍS Mynd Elli Bjössi