Aflafrettir komnar aftur,2016
Ekki hefur gengið þraustalaust að halda úti þessari síðu , þónokkuð hefur verið um bilanir á henni, og þá aðalega hjá hýsingaraðila síðunnar.
nú er svo komið að síðan bilaði fyrir akkúrat viku síðan og tók þá við ansi langt og mikið og leiðinlegt ferli að fá þetta lið sem hýsti síðuna til þess að girða upp um sig buxurnar og gera eitthvað í þessum endlausum bilunum
í kjölfarið þá var tekin sú ákörðun með að færa síðuna yfir í annað hýsingarfyrirtæki og verður það framkvæmt núna á næstu dögum.
Vona ég að þar með verði þessar frátafir á síðunni úr sögunni.
hundleiðingur andskoti að eiga við þetta þegar svona bilanir koma fyrir. enn maður verður að vera bjartsýnn og horfa jákvæðum augum á framtíðina, enda er nú svo komið fyrir kæru lesendur að Aflafrettir.is er orðin stærsta sjávarútvegssíða landsins. því það er ekki nóg með að þið sjómenn góðir á íslandi fylgist með henni, heldur er það líka norskir sjómenn og í raun útum allan heim.
takk fyrir að gefast ekki upp á mér og síðunni minni þótt hún hafi bilað smá.
núna er ég t.d búinn að setja alla lista inn fyrir apríl þannig að það er nóg að lesa núna á síðunni.
kveðja
Gísli Reynisson
set svo eina mynd hérna með svo þetta verði ekki myndalaust :)
