Anna EA slær met drottingarinnar,2015

Drottinginn í íslenska línubátaflotanum hefur lengi verið Jóhanna Gísladóttir GK.  Sá bátur  á t.d aflametið í mestum afla á mánuði tæp 600 tonn, og líka mesti afli í einni löndun , tæp 150 tonn,


Enn núna þarf drottninginn að lúta í lægri halda fyrir annari konu.  Nefnilega Önnu EA.  Anna EA sem Samherji gerir út er með gríðarlega stórt lestarrými og í raun höfum við aldrei fengið að sjá hversu stór lestin er í Önnu EA.

Maí mánuður byrjar ansi vel hjá Önnu EA.  Hún byrjaði að koma með 140 tonna löndun þar sem að þorskur var 78 tonn og langa 43 tonn. 

Enn Önnu liðar gerðu heldur betur mun betur í næsta túr því þá slógu þeir aflametið sem drottninginn Jóhanna Gísladóttir GK átti, því landað var úr Önnu EA um 170 tonnum þar sem að þorskur var 153 tonn.  

Fékkst þessi afli eftir 6 daga túr og er þetta langmesti afli sem að línubátur hefur fengið í einni löndun hér á landi.

Anna EA Mynd Grétar Þór