Ásdís ÍS 22 tonn á 17 mínútum!,2015

Þeir sem hafa verið að fylgjast með dragnótalistanum núna í sumar hafa tekið eftir því að mokveiði hefur verið í dragnótina hjá bátunum sem eru að róa á Vestfjörðum.  Þar ber helst að nefna Egil ÍS og Ásdísi ÍS.  


Núna í Ágúst þá hefur Ásdís ÍS heldur betur mokveitt og sér ekki fyrir endann á því moki.


Einar Guðmundsson skipstjóri á bátnum sagði í samtali við Aflafrettir að veiðin sé búinn að vera eitt ævintýri.  Í júlí þá voru þeir að veiðum svo til útum allt, enn núna í ágúst þá hafa þeir aðalega verið á svipuðum slóðum útaf Rit og Aðalvík.  um 2 og hálfs tíma stím er á miðin og eru einungis þrír menn á Ásdísi.  Auk Einars eru það Guðmundur Konráðsson og Gunnar Þórisson

Eitt hal og báturinn fullur
Sem dæmi um mokið þá má nefna að stærsti róðurinn sem þeir á Ásdísi hafa komið með eru 22,1 tonn sem fengust í aðeins einu hali.  já einu hali.  og það hal stóð aðeins í 17 mínútur.  
Þessi mok höl hafa líka komið áður , enn nokkrir 18 tonna túrar hafa komið eftir einungis eitt hal.  

Stór þorskur
Einar sagði að uppistaðan í aflanum væri þorskur sem væri fullur að síli og væri hann mjög stór og góður.  sem dæmi má nefna að báturinn landaði 15,3 tonnum núna um daginn.  af því þá var þorskur um 12 tonn.  eitt tonn af þeim þorski var undir 8 kg. og voru því 11 tonn yfir 8 kíló,
Allur aflinn af Ásdísi ÍS fer á markað og sagði Guðmundur Einarsson útgerðamaður Ásdísar að verðin núna í sumar hafi verið nokkuð góð eða á milli 300 og 400 kr kílóið.
Og má bæta við að nafnið á bátnum Ásdís ÍS kemur frá móður Guðmundar Einarssonar útgerðarmanns.  Auk hans þá er bróðir Guðmundar, Jón Þorgeir Einarsson eigandi af bátnum,



Langhæstur í ágúst
núna í ágúst þá hafa þeir á Ásdísi ÍS landað um 194 tonnum í aðeins 11 róðrum eða 17,7 tonn í róðri.  og er báturinn langaflahæstur allra dragnótabáta á landinu núna í ágúst og með liðlega 120 tonnum meiri afla enn næsti bátur á listanum

Yfir 500 tonn í sumar

það má geta þess að núna í sumar þá hefur Ásdís ÍS landað um 550 tonnum sem er feiknarlega góður afli á báti sem er ekki stærri enn Ásdís ÍS er,
miðað við það má áætla að aflaverðmætið hjá Ásdísi ÍS sé um 190 milljónir króna núna í sumar,


Ásdís ÍS að koma með 22 tonn að landi.  

Ber aflann ansi vel

Myndir Jón Þorgeir Einarsson