Bárður SH og Katrín SH, fyrsta skitpi á flakk,2015
Arnarstapa höfnin er mjög lítil enn ansi falleg. Þar sem ég vinn við rútuakstur þá kem ég á Arnarstap æði oft með ferðafólk sem er þá að labba þarna um.
Á Arnarstapa eru nokkrir bátar gerðir út enn þeirra þekktasti er á efa Bárður SH sem pétur er skipstjóri á. Auk hans þá er þarna líka Katrín SH sem Rafn er skipstjóri á.,
Þessir tveir bátar sem er nokkurn veginn jafn stórir hafa undanfarin 15 ár sótt sjóinn einungis á höfnum í kringum útnesið. og landað þá á Arnarstapa eða í Ólafsvík.
Þegar barn verður unglingur þá fer það að fara sína leiðir og það á við um bæði Katrínu SH og Bárð SH,.
Því að núna í byrjun fiskveiðiársins þá hafa báðir bátarnir verið að landa, ekki á Snæfellsnesinu heldur í Bolungarvík og er þetta í fyrsta skipti sem að báðir þessir bátar fara á svona flakk
Hafa þeir semsé elt dragnótabátanna frá Snæfellsnesi sem hafa verið að mokveið í dragnótina,
Veiðar Katrínar SH og Bárðs SH á netum hafa gegnið ágætlega fyrir vestan. hefur Katrín SH landað 14,5 tonnum í 4 róðrum og mest 5,1 tonn
Bárður SH hefur landað 11,3 tonn í 4 róðrum auk þess 2,3 tonn sem veitt var við Snæfellsnesið,
Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig bátunum mun ganga þarna fyrir vestan og hversu lengi þeir munu vera þarna

Bárður SH Mynd Þorgeir Baldursson

Katrín SH Mynd Alfons Finnsson