Bátum fjölgar á makríl,2016
Eins og hefur verið greint frá hérna þá var Bjössi á Andey GK fyrstur til þess að hefja makríl veiðar á færum.
núna hefur hann reyndar fengið félagsskap.
því tveir bátar til viðbótar eru konnir á þessar veiðar.
Auk Andeyjar GK sem er kominn með um 21,2 tonn í 8 róðrum .
þá er Fjóla GK kominn á veiðar og hefur landað 21,8 tonni í 5 róðrum og mest 7,2 tonn í einni löndun. hefur Fjóla GK verið að landa í Grindavík eins og Andey GK,

Fjóla GK Mynd Ingvar Sigurðsson
í Ólafsvík er svo Brynja II SH kominn á veiðar og er báturinn sem sé fyrsti báturinn á Snæfellsnesinu sem er kominn á makríl.
Hefur Brynja II SH landað 3,5 tonnum í 2 róðrum og af því þá var stærri túrinn 2,2 tonn,

Brynja II SH Mynd Jóhann RAgnarsson