Bátur númer fimm!,2015

Var í stykkishólmi með hóp og þar sem hópurinn skrapp í Flatey þá hafði ég góðan tima til þess að skoða mig um,


Kíkti þá á athafnasvæði Skipavíkur þar í bæ.

Þar vakti athygli mína bátsskrokkur sem var þar uppá landi.  Var þar samskonar skrokkur af báti og t.d Gestur Kristinsson ÍS er.

Sævar Harðarsson framkvæmdastjóri Skipavíkur sagði í samtali við Aflafrettir að á sínum tíma hafi á Akranesi verið smíðaði fimm samskonar bátar sem fengu tegundarheitið Spútnik bátar og voru smíðaðir hjá Knerri þar í bæ.

.  Fyrsti báturinn sem kom af þeim var 2632 sem hét fyrst Eyrarberg GK 60, enn var hvað þekktastur undir nafninu Vilborg GK og Vilborg ÍS.  Núna er sá bátur í Noregi og heitir Austhavet,
Hinir bátarnir voru Gestur Kristinsson ÍS sem ennþá er gerður út undir sama nafni
Happadís GK sem Sverrir gerði garðinn frægan á og heitir sá bátur í dag Darri EA.
Fjórði báturinn er svo Lágey ÞH.

Fimmti báturinn er svo þessi bátur sem er núna í eigu skipavíkur

Sævar sagði í samtali að þeir hafi keypt skrokkinn og mótin sem voru notuð til þess að smíða bátinn.  Bátur númer fimm er eins og sést á myndum fullsmiðaður að utan, og er reyndar þetta skelin og á eftir að vinna inn í honum,

Sagði Sævar að núna væri planið að klára bátinn og selja hann.  Væri jafnvel hugmyndin um að framleiða bátar sem komast inná norska markaðinn það er að segja bátar sem eru styttri enn 11 metrar.
Bátur númer fimm var búinn að standa á Akranesi þar á landi í um 4 ár áður enn hann var fluttur til Stykkishólms

Ansi laglegur skrokkurinn

Báturinn og mótin til vinstri við bátinn

Myndir Gísli Reynisson

Nú verður fróðlegt að sjá hvort þessi bátur muni fara til veiða