Bátur númer III ( eða númer 3),2016

II
í gegnum árin og áratugina þá hefur það oft verið þannig að ef  einhver tiltekin útgerð á einn bát fyrir og fær sér svo annan, að í staðin fyrir að skíra þann bát einhverju öðru nafni enn þann fyrri að þá eru notaðir rómvesku stafirnir I II III IV til þess að skilgreina þá.  sem dæmi um þetta má nefna t.d Aðalbjörg RE og Aðalbjörg II RE.  Ingiber  Ólafson GK og Ingiber Ólafson II GK.  Ársæll Sigurðsson GK og Ársæll Sigurðsson II GK, Heiðrún ÍS og Hreiðrún ÍI ÍS svo dæmi séu tekin,

III
hægt er að finna ansi marga báta sem eru númer 2 eða með II.  Aftur á móti þá er ekki eins mikið um það að bátar verði númer 3 og fái þar með III.  jú þá er að finna og sem dæmi má nefna.  Hrafn Sveinbjarnarsson GK, Hrafn SVeinbjarnarson II GK og Hrafn Sveinbjarnarsson III GK.   einnig má nefna Höfrung AK , Höfrungur II AK og Höfrung III AK sem reyndar er nafn á frystitogara sem HB grandi á.  
Ísleifur VE hefur farið í II, III og líka í IV.  ( semsé 2 3 og 4.).  Svo má nefna Jörundur RE, Jörundur II RE og Jörundur III RE.

Kári SH
í dag þá er ansi sjaldgjæft að bátur fái þessa stafi III í nafn sitt, enn það gerðist nú engu að síður núna á Rifi.  Þar er útgerðarfyrirtækið Rifshólmi og þeir hafa gert út bátin Kára II SH síðan árið 1994 og sá bátur hefur fiskað ansi vel á handfæraveiðunum .
núna voru þeir að endurnýja bátinn og var ekkert verið að flækja nafnið á nýja bátnum,  hann fékk einfaldlega nafnið Kári III SH 9, og báturinn mælist um 7,9 tonn og er án efa einn minnsti báturinn á landinu sem hefur fengið þessa tölur III í nafn sitt.  

Þess má geta að nýja bátnum gengur ansi vel, því hann er kominn á toppinn á listanum bátar að 8 bt núna í maí,

Kári III SH mynd Alfons Finnson