Björgvin EA 159 tonn á 3 dögum!,2016

Í gær þá kom  hérna á Aflafrettir nýjasti botnvörpulistinn fyrir maí og það vakti nokkura athygli að Björgvin EA komst frammúr Málmey SK á toppnum og varð þar með aflahæstur togaranna með um 800 tonn,


síðustu tveir túrarnir hjá Björgvini EA voru vægast sagt moktúrar.

Björgvin EA landaði samtals 800 tonnum í 5 löndunum eða 160 tonn í túr,

 túr númer fjögur var ansi góður eða 160 tonn eftir einungis fjóra daga á veiðum og gerir  það um 40 tonn á dag.

síðasti túrinn var samt feiknarlega góður því Björgvin EA kom til hafnar á Dalvík með fullfermi 159 tonn enn aðeins eftir um 3 daga á veiðum,
þetta gerir 53 tonn á dag og er algert mok.  

Samtals landaði því BJörgvin EA 319 tonnum á einungis 7 dögum sem er rosalegur afli, og af  þessum afla þá voru 295 tonn af þorski,


Björgvin EA mynd Steindór Guðjónsson