Bryggjurölt í Sandgerði,2016

Sumardagurinn fyrsti og hrygningarstoppið lokið og þá fóru allir á sjó sem vildu og gátu,

skrapp til Sandgerðis og hitti þar menn af öllum stærðum á bátunum.  

er búinn að setja inn nokkur albúm hérna inn  svo þetta verði ekki ein löng buna 

Hitti fyrst strákanna á Von GK, enn þeir létu rólega af aflabrögðum í kringum 4 tonn.  Sverrir á Steinunni HF var þarna líka enn náði ekki að hitta á hann og vissi því ekki hvað hann var að fiska

Heimsókn í Hafdísi SU








Von GK með álkör, kemur um 10 tonnum í lest með þeim körum,Steinunn HF að fara frá bryggju eftir löndun.  sést glitta í sverrir þarna í brúnni,

Þegar ég gerði fréttina um mokveiðina hjá Þórsnesi SH þá sagði Margeir Jóhannesson að' hann myndi koma til Sandgerðis  og hann stóð heldur betur við það.  Þórsnes SH lá þarna við Norðurgarðinn.  Bæði báturinn og skipstjórinn eru mjög vel kunnugur Sandgerðishöfn.  báturinn kom þarna ansi oft þegar hann hét Keflvíkingur KE og líka þegar hann hét Bergur Vigfús GK (  ég á eina loðnuvertíð á þessum báti góður bátur)  og Margeir hefur róið oft og lengi frá Sandgerði,

Myndir Gísli Reynisson