Bryggjurölt í Sandgerði,2016
Sumardagurinn fyrsti og hrygningarstoppið lokið og þá fóru allir á sjó sem vildu og gátu,
skrapp til Sandgerðis og hitti þar menn af öllum stærðum á bátunum.
er búinn að setja inn nokkur albúm hérna inn svo þetta verði ekki ein löng buna
Hitti fyrst strákanna á Von GK, enn þeir létu rólega af aflabrögðum í kringum 4 tonn. Sverrir á Steinunni HF var þarna líka enn náði ekki að hitta á hann og vissi því ekki hvað hann var að fiska


Von GK með álkör, kemur um 10 tonnum í lest með þeim körum,
Steinunn HF að fara frá bryggju eftir löndun. sést glitta í sverrir þarna í brúnni,


Myndir Gísli Reynisson