Burtu með Íslendinganna??,2015

Það hefur ekki farið frammhjá neinum að mikill fjöldi báta hefur verið seldur og fluttur út til Noregs til þess að hefja veiðar þar.  listinn er orðinn ansi langur af bátum af hinum ýmsum stærðum og gerðum,


Enn ekki eru allir sáttir við þessa miklu aukningu.  

á vefsíðunni Kyst og Fjord mátti lesa frétt þess efnis að menn ætli eitthvað að ræða  þessa innrás íslendinga til Noregs 

"Norges Kystfiskarlag mun komandi landsfundi 2016 taka afstöðu til hvort stofnunin ætli að leggja það til að  Íslendingum og  öðrum útlendingum verið bönnuð aðkoma að norskum sjávarútvegi.  

Þetta kemur til vegna vaxandi fjölda útlendinga  sem koma til Noregs, kaupa bát eða koma með bát og byrja veiðar á norskum  kvóta.  Til að mynda í Gamvik þar sem íslendingar hafa komið með báta og hafið útgerð  þaðan.

En fyrst og fremst eru það þó Íslendingar  sem umræðir og menn vilja bregðast við því hversu auðvelt það er í dag  að koma til Noregs kaupa bát og byrja veiðar á norskum  kvóta."


Lesa má norsku fréttina hérna

 

Mynd er hérna af Aldísi Lind enn hún er gerð út frá Gamvik, og var sett hérna inn svo fréttinn yrði ekki myndalaus


Mynd Þröstur Albertsson