Dagrún IS yfir 1000 tonn,1980
Eins og kemur fram í pistlnum með Guðbjart ÍS þá var hann næst aflahæstur allra ÍS togaranna.
í Bolungarvík þá var þar Dagrún ÍS og togarinn átti heldur betur eftir að eiga risastóran maí mánuð árið 1980,
Dagrún ÍS landaði fyrst 2 maí 175 tonna afla.
næsta löndun var nú ekkert risastór ekki nema 168 tonn,
enn nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn,
Dagrún ÍS kom til hafnar með 214 tonn eftir 8 daga á veiðum eða 27 tonn á dag,
ekki var aflinn mikið minni í næsta túr því þá kom Dagrún ÍS með 210 tonn eftir aðeins 4 daga á veiðum og það gerir um 52,5 tonn á dag, rosalegur afli,
ef þetta var mikið sjáiði þá síðasta túrinn. hann var rosalegur,
Dagrún ÍS kom gjörsamlega STÚTFULL til hafnar því landað var úr skipinu 247 tonnum eftir aðeins 5 daga túr.
það gerir um 49 tonn á dag,
samtals gerði því þessi risamánuðu hjá Dagrúnu ÍS 1014 tonn í 5 löndunum, feikilegur afli,

Dagrún ÍS Mynd Vigfús Markússon