Dögg SU klár á makríl, enn enginn afli,2015
á meðan að sjómenn á togskipunum sem stunda makrílveiðar brosa útí eitt vegna þess hversu vel gengur,
þá á meðan eru færakallarnir um allt land bara að bíða. algert hrun er í veiðum hjá þeim bátum samanborið í fyrra.
Var á Hornafirði og þá var þar Fúsi á Dögg SU að fara aðeins út , enn eins og sést á myndunum þá er hann fullgræjaður til makrílveiðanna,
Núna í ár þá hefur Dögg SU landað engum makrílafla
Á sama tíma í fyrra þá hóf Fúsi veiðar á Dögg SU um 13 júlí og fiskað i alls 84 tonn af makríl í 14 róðrum, mest 12 tonn í róðri,
Núna enginn makríll. heldur hefur báturinn landað smá slatta af bolfiski sem hann hefur fengið afla á handfæri.

Dögg SU klár á veiðar

Myndi Gísli Reynisson