Drekkhlaðin Kristín ÍS ,2016
Fyrir réttu einu ári síðan þá skrifaði ég frétt um risaróður hjá Kristínu ÍS þegar að báturinn kom með 15,4 tonn í land á Ísafirði,
lesa má þá frétt HÉRNA
Í viðtali sem ég tók við Davíð Björn Kjartansson skipstjóra og eiganda Kristínar ÍS þá spurði ég hann hvort að hann teldi að hann gæti komið með meiri afla enn 15,4 tonn í bátinn. svarið var stutt og einfalt. JÁ.
nákvæmlega einu ári síðar eða núna í gær þá tókst skipverjum á Kristínu ÍS að slá þennan 15,4 tonna róður svo um munaði,
Reyndar var Davíð ekki með bátinn því Sigurður Hálfdánarson sem gerir út bátin Kristínu Hálfdáns ÍS var skipstjóri á Kristínu ÍS í þessum risatúr. með honum þá réri hásetinn Elías Andri Karlsson,
í Samtali við AFlafrettir þá sagði Davíð að honum þætti það furðum sæta að væri hægt að fá risatúr af steinbít núna svona seint í maí, því steinbítsvertíðinni hefur iðulega lokið um miðjan maí.
Sagði Davíð að þeir félagar Sigurður og Elli hefði farið frá Suðureyri vestur undir kóp og lögðu þar línuna á mjög grunnum vatni, ekki nema 17 til 18 faðma. þarna fóru þeir með 44 bala
lentu þar í heldur betur óvæntu moki, því þeir gjörsamlega kjaftfylltu Kristínu ÍS og komu í land með 16,3 tonn á þessa 44 bala, það gerir um 370 kg á bala
Af þessum afla þá voru tæp 16 tonn af steinbít og um 300kíló af þorski. Allur steinbíturinn fer í slæingu hjá fiskverkun sem Davíð á og þaðan er svo aflanum ekið til Sandgerðis í vinnslu.
Eins og sést á myndunum að neðan þá var báturinn ansi vel siginn með aflann.

Báturinn kafsiginn með aflann

Allt fullt

Myndir Suðureyrahöfn