Ekkert lát á sæbjúgumokinu,2016

Það er ekkert lát á mokveiðinni sem er búið að vera hjá Sæbjúgubátunum.


núna í maí hafa fjórir bátar komist yfir 100 tonnin og af þeim þá er einn að veiða í Faxaflóanum enn hinir allir eru að veiðum fyrir austan land,

Drífa GK hefur landað 122 tonní 10 róðrum og mest 16,2 tonn,

á Djúpavogi þá er Sandvíkingur ÁR kominn með 158 tonn í 18 róðrum og mest 12 tonn.  þetta er ansi mikill afli á ekki stærri báti,

enn svo eru það hinir tveir sem má segja að hafi verið að slást um hvor er aflahærri núna í maí,

Klettur MB hefur landað 234 tonnum í 18 róðrum eða 13 tonn í róðri og mets 19 tonn.

Þetta er mesti mánaðarafli sem hefur nást að veiða á sæbjúgu frá því veiðar hófust. 

enn Sæfari ÁR gerir sér lítið fyrir og slær það aflamet ,því Sæfari ÁR landaði 238 tonnum í 19 róðrum í maí og mest 17 tonn,


Samtals hafa því verið landað tæpum 630 tonnum af sæbjúgu í maí af einungis fimm bátum, enn Eyji NK er bátur númer fimm með 16 tonn í 4


Sæfari ÁR mynd Óðinn Magnússon