Ekki lengdur, heldur styttur!,2015

Núna gengur yfir landið bylgja þar sem verið er að smíða nýja 30 tonna bata.  jafnframt hafa nokkrir bátar verið stækkaðir upp í þessi 30 tonn sem leyft er að hafa smábátanna,


Nesfiskur í Garði hefur gert út í nokkur ár bátinn Dóra GK enn sá bátur strandaði í vor undir nafninu Gottileb GK og er svo til ónýtur,

á meðan þá hafði Nesfiskur keypt 23 tonna bát sem fékk nafnið Dóri GK og var sá bátur um 13,4 metrar að lengd

þar sem að báturinn var lengri enn 12 metrar þá þurfti að hafa vélstjóra skráðan um borð.

Tók því Nesfiskur þá ákvörðun um að breyta bátnum,

enn ekki á þá vegu sem við höfum séð,

því í staðin fyrir að lengja bátinn og gera hann 30 tonna,  þá var hann styttur að innanmáli og er því skráður um 12 metrar að lengd enn er í raun 13,4 metrar á lengd að utan,

helst er að sjá þessar breytingar að framan enn stefnið á bátnum er ansi furðulegt,

Skrautlegt stefnið á bátnum

Sjórinn þarf að komast út 

Skuturinn á bátnum.  ekki eins áberandi breytingar þar og að framan

Dóri GK við bryggju í Sandgerði.  Myndir Gísli Reynisson