Eldur í Brandi VE,2015

Núna í hádegisbilinu kom upp mikill eldur í smábátnum Brandi VE sem er gerður út frá Vestmannaeyjum.  


Áhöfnin á Frá VE kom og bjargaði skipverjanum sem var einn um borð.  

eins og sést á myndunum sem Tryggvi Sigurðsson skipverji á Frár VE þá er eldurinn mjög mikill og báturinn væntanlega ónýtur,

Brandur VE var einungis búinn að fara í einn róður í haust og var það núna um miðjan nóvember  þegar að báturinn landaði 46 kílóum á færum.  
Báturinn stundaði strandveiðar í sumar

Brandur VE er 8,7 metra langur bátur og 5,8 tonn að stærð





Myndir Tryggvi Sigurðsson