Eldur í Jaka EA 452,2015
Eitt af því sem svo til allir sjómenn óttast er að eldur komi upp í báti eða skipi þeirra. Núna íum kvöldmatarleytið þá kom upp eldur í litlum stálbáti sem lá í Sandgerðisbót á Akureyri. Inná Ruv.is þá mátti lesa að einn maður var fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri vegna gruns um reykeitrun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang þá stóðu eldtungur út úr stýrishúsi bátsins. Slökkvistarf gekk greiðlega enn tveir reykkafarar fór um borð.
Um bátinn
Báturinn sem um ræðir heitir Jaki EA 452 og er 4,1 tonn og 7,5 metrar á lengd. þetta er nokkuð gamall bátur enn hann er smíðaður árið 1978 og það á nokkuð sérstökum stað nefnilega við Rauðavatn í Reykjavík. Væntanlega er þetta eini báturinn sem hefur verið smíðaður við Rauðavatn.
Báturinn hét Bliki RE 180 þegar hann kom á flot árið 1978 og hét því nafni fram til ársins 1985.
Báturin var gerður út í sumar á strandveiðar og var það í fyrsta skipti síðan árið 2010 sem að báturinn var gerður út.
Reyndar var útgerð á bátnum frekar lítil árið 2005 til 2010.
Góður mánuður
sumarið 2004 þá var báturinn gerður út frá Grímsey og má segja að þessi litli bátur hafi mokveidd í júlí það ár,
því í júlí árið 2004 þá landaði báturinn 37 tonn um í 21 róðri og kom mest með 3,5 tonn að landi í einni löndun sem er fullfermi og vel það,
Metmánuður á ekki stærri báti
Enn hafi þessi júlí mánuður árið 2004 verið góður þá var júlí mánuðir árið 2003 algert met,
þessi litli bátur var þá gerður út frá Grímsey og fékk þá 48 tonn í 18 róðrum og mest 5,1 tonn í einni löndun. er það ótrúlegur afli á ekki stærri báti,
um sumarið þá landaði báturinn alls 85 tonnum og var hann á sóknardögum á færunum ,

JAki EA mynd Hafþór Hreiðarsson