Endurbættur Guðmundur Þór SU,2015
Það er mikil jákvæðni í gangi hjá mönnum á Breiðdalsvik , tveir ungir útgerðarmenn hafa endurnýjað báta sína svo um munar. Við höfum séð hvernig útgerðarmaður Ella P SU keypti Magga Jóns KE og skírði hann Ella P SU.
Pétur Viðarsson sem einnig er á Breiðdalsvík gerir út bátinn Guðmund Þór SU. Þessi bátur er nokkuð sérstakur. Hann var lengi vel að stunda dragnótaveiðar og var þá minnist dragnótabátur landsins, ekki nema 9 tonn. Pétur keypti bátinn fyrir um 3 árum síðan og hefur gert hann út á línu síðan þá frá Breiðdalsvík.
Núna í haust þá mokveiddi Pétur og kom t.d með yfir 7 tonn að landi í einni löndun sem þá var fullfermi hjá bátnum og báturinn vel siginn,
Pétur lét bátinn til Akureyri þar sem hann var tekinn í hús hjá Baldri Halldórssyni og þar var báturinn lengdur um 1 og hálfan meter, sett pera og síðustokkar á bátinn. Lestinn stækkaði ekki , enn mun meira dekkpláss fékkst og meira flot í bátinn,
Að sögn Péturs þá silgdi hann bátnum endurbyggðum frá Akureyri til Breiðdalsvíkur og jók báturinn við sig einni mílu í ganghraða. tók siglinginn 26 klukkustundir.
Guðmundur Þór SU var smíðaður árið 1989 í Samtaki í Hafnarfirði og hefur alla tíð heitið sama nafni. Ráðgerði Pétur að geta komist til veiða núna í byrjun júní. Reyndar á eftir að reikna út hversu mikil stækkuninn er á bátnum gagnvart því hversu stór báturinn er í BT, núna mælist hann 9,1 BT
Óska aflafrettir útgerð bátsins innilega til hamingju með bátinn

Pétur komin með bátinn sinn til Breiðdalsvíkur Mynd Jónína Björg Birgisdóttir

Guðmundur Þór SU fyrir breytingar. Mynd Baldur Halldórsson

Mynd jónína Björg Birgisdóttir

mynd jónína Björg Birgisdóttir

Mynd jónína Björg Birgisdóttir