Endurbættur norskur listi,2015

ÉG tók uppá þeirri nýbreytni núna í vetur að fylgjast með nokkrum norskum uppsjávarskipum, eða réttara sagt öllum norsku skipinum sem komu hingað til landsins á loðnuveiðar.


í framhaldinu af því þá eftir smá krókaleiðum náði ég að komast í þannig gögn að geta fylgst með öllum afla hjá norsku uppsjávarskipunum .  

er með um 30 skip á lista enn það er ekki tæmandi fyrir norska flotann.  ekkert mál er að bæta inn í þann hóp

fyrst um sinn þá var einungis heildarafli og kolmunni

ég rann ansi blind í hvernig ykkur myndi líka þessi nýbreytini á síðunni og mér til mikillar furðu og gleði þá hefur þetta mælst ansi vel fyrir.  svo vel að sjómenn á íslensku skipunum hafa óskað eftir margir hverjir að geta sé nánari sundurliðun á afla skipanna.

Núna hef ég því endurbætt töfluna og bætt inn í þeim tegundum sem skipin veiða

Íslensku skipin eru að veiða Síld, Makríl Kolmuna og Loðnu,

Þau norsku eru að veiða Síld, makríl, kolmuna, loðnu, og að auki Havbrisling og tobis ( veit ekki íslensku heitin yfir þetta).

hérna til hliðar er því fyrsti listinn hjá norsku skipunum eftir uppfærðan lista.

vil ég þakka ykkur lesendur góðir fyrir góð viðbrögð við þessari nýbreytni .


og já það er ekki hægt að horfa framhjá því að norski báturinn Österbris er gjörsamlega að taka þá íslensku í nefið gagnvart kolmunanum.  skipið er að skríða í 30 þúsund tonn frá áramótum og þar af um 28 þúsund tonn af kolmunna.


Österbris Mynd Olav H.östervold