Enn og aftur Kristrúnarmenn!?,2015

Já það er nú bara þannig,


KRistrún RE er búinn að vera á grálúðunetaveiðum og hefur gengið afar vel,

enn svo skemmtilega vill til að báturinn hefur landað í byrjun hvers mánuðs .  í maí. jún í og júilí og hefur sú löndun dugað til þess að verma efsta sætið þegar upp er staðið,

í fyrsta túrnunm í maí byrjun þá landaði báturinn 256 tonnum og var aflaverðmætið um 170 milljónir króna

núna hefur báturinn landað um 814 tonnum í 4 löndunum og miðað við sama afllaverðmæti og var í fyrsta túrnum þa´má reikna með að aflaverðmætið sé um tæpar 550 milljónir króna fyrir aflann það sem af er sumri,

KRistrúnar menn halda nefnilega áfram að leggja línurnar fyrir netabátanna,

því að núna í byrjun ágúst þá kom Kristrún RE með afla til hafnar eða 217 tonna afla


og þar með er ljóst að enn og aftur stefnir í að Kristrún RE verði aflahæstur netabátanna fjórða mánuðinn í röð.  enn afar ólíklegt er að nokkur netabátar nái yfir 200 tonna afla núna í ágúst.  þótt það hafi nú skeð og sjálfur síðuritari var á netum á Bergi Vigfúsi GK í ágúst mánuði fyrir mörgum árum síðan þá lönduðum við um 290 tonnum, þannig að þetta er möguleiki.  það er að segja ef einhver á það mikinn kvóta sem er ólíklegt

Flottur árangur hjá Kristrúnar mönnum og að sama skapi að gefa tóninn fyrir netabátanna og þeirra markmið ef þeir ætla sér á toppinn


KRistrún RE Mynd Sigurður Bergþórsson