Erling KE komin yfir 200 tonnin,2016

Það virðist vera nóg til að grálúðu sem hægt er að veiða í net því  netabáturinn Erling KE frá Njarðvík sem er núna að veiðum norður af Kolbeinsey fyrir Samherja hefur verið að fiska mjög vel af grálúðunni,


nýjasta löndunin hjá bátnum var ansi stór eða 55,6 tonn af fiski og af því þá var grálúða 55,3 tonn.

núna er heildaraflinn hjá Erling KE komin yfir 200 tonnin eða 207 tonn í 6 róðrum eða 34,5 tonn í löndun

Erling KE hefur landað aflanum á Dalvík þar sem hann er unnin í fiskiðjuveri Samherja þar í bænum,

Nóg er til að kvóta fyrir Erling KE því núna er búið að færa á bátinn 340 tonna kvóta af gráluðu, af Oddeyrinni EA og Snæfell EA .


Erling KE Mynd David Jonatansson