Erling KE "Sjaldséðir eru hvítir hrafnar",2016

Í dag laugardaginn 11 júní þá er ég staddur núna í ósköp saklausri rútuferð til Ólafsfjarðar.  byrjaði á því að aka til Akureyrar og þaðan til Dalvíkur.


Þegar til Dalvíkur var komið þá sá ég þar bát sigla útúr höfninni og þegar ég áttaði mig á því hvaða bátur þetta var þá varð ég heldur betur hissa og hélt jafnvel að ég væri eitthvað að villast,

báturinn sem ég sá var bátur sem hefur ekki komið norður þessa öld í það minnsta og líklegast hefur þessi bátur ekki verið fyrir norðan í tugi ára.

Erling KE hefur undanfarin ár verið að  netaveiðum fyrir sunnan land og hefur iðulega verið lagt eftir vetrarvertíðina og legið framm á haustið.  

nema núna því að báturinn sem ég sá sigla útúr Dalvíkurhöfn var einmitt Erling KE.

Þannig að þegar til Ólafsfjarðar var komið þá var ekki annað hægt enn að slá á þráðinn í Erling KE og athuga hvort ég hafi verið að sjá draumsýnir.  fyrir svörum var skipstjórinn Halldór g Halldórson.  
Þar sem afar sjaldgjæft er að sjá Erling KE fyrir norðan land þá má segja að orðatiltækið "Sjaldséðir séu hvítir hrafnar " eigi vel við 

Halldór sagði í samtali við Aflafrettir .is að Samherji hefði leigt Erling KE til þess að stunda netaveiðar á grálúðu.  Var þá Erling KE búinn að landa tvisvar fyrst 10 tonnuim og síðan um 35 tonnum.  

Halldór sagði að ansi langt stím væri á miðin því þeir væru að veiðum norður frá Kolbeinsey og væri stímið um 9 til 12 tímar.  eru þeir á sömu slóðum og Kristrún RE hefur verið að veiðum með góðum árangri.  Munuruinn á þeim tveim bátum er að Kristrún RE frystir um borð enn Erling KE ísar aflann.  

Halldór sagði að netin sem þeir eru með eru svipuð og grásleppunet .  og er túrinn þetta í kringum 2 dagar.

Ráðgerði Halldór að vera á þessum veiðum framm í lok ágúst. 

Erling KE mynd Markús Karl Valsson


Mynd tekin frá Múlagöngum Eyjafjarðarmeginn.   

Og þarna í þokunni sést glitta í Erling KE sigla út eyjafjörðin.  Myndir Gísli Reynisson