Farsæll GK seldur,2015


Farsæll GK er nafn sem er öllum kunnugt sem hafa fylgst með sjávarútvegi undanfarin 50 ár eða svo.  Þetta nafn hefur verið á tveimur bátum sem hafa verið í eigu sögu fjölskyldu öll 50 árin.  
Grétar Þorgeirsson skipstjóri tók við af föður sínum sem skipstjóri á bátnum árið 1989 og var með hann í 25 ár eða þangað til skyndilega var báturinn seldur og kvótinn af honum í nóvember árið 2014.  Þar með lauk þessari útgerðarsögu bátsins ansi skyndilega.
Tvisar lenti Grétar og áhöfn hans á Farsæli GK í sjávarháska.  Báturinn strandaði við Hópsnes um 1990,  enn náðist út og var lítið skemmdur.  
árið 2011 lenti  báturinn í vægast sagt rosalegu atviki þegar að báturinn fékk brot á sig að aftan og fyllti bátinn má segja alveg.  einungis brúinn og efstu hluti strompsins frá vélinni stóð uppúr.

Grétar sagði í samtali við DV að þetta hefði verið það " tæpasta sem ég hef lent í"
Lesa má viðtalið með því að klikka á linkinn

Farsæll GK var búinn að liggja við höfn í Grindavík, enn nú loks er búið að selja bátinn og er hann kominn í góðar hendur vestur í Súðavík.

Halldór Magnússon skipstjóri og eigandi af Finnbirni ÍS keypti bátinn.  í Samtali við Alfafrettir sagði hann að hann ásamt syni sínum Ella Bjössa sem er skipstjóri á Hálfdáni Einarssyni ÍS að þeir hefðu farið og sótt bátinn til Grindavíkur og silgt honum til ÍSafjarðar. 
Þar er planið að setja hann í slipp og mála hann gulan eins og gamli Finnbjörn ÍS er.  

Halldór sagði að ástandið á Farsæli GK hafi verið mjög gott enda Viðar sem var vélstjóri á bátnum í 25 ár kom reglulega og setti vélina í gang og lét öll spil snúast af og til. þannig að ekkert var stirt.  Með bátnum fylgdi nýleg dragnót.

um borð í bátnum er krapavél og er báturinn að sögn mjög vel útbúinn.

Mokveiði er búinn að vera í dragnótina fyrir vestan og lestin í gamla Finnbirni ÍS tekur ekki nema 5 tonn og hefur það dugað í eina sköfu og svo í land,
lestin í nýja bátnum tekur 26 tonnog því mun meiri pláss fyrir aflann,



Óskar Aflafrettir Útgerð Finnbjarnar ÍS til hamingju með nýja bátinn


Farsæll GK Mynd Jóhann Ragnarsson

Finnbjörn ÍS áður Hafdís ÍS mynd  af vef fiskifrétta