Féll metið ekki??,2015
Eins og greint var frá hérna á síðunni fyrir nokkrum dögum þá landaði Anna EA risalöndun 11.maí 170 tonnum,
sú frétt var skrifuð 16 maí, enn núna í dag eru komnar nýjar tölur,
og þetta er þá farið að hljóma eins og lottótölur,.
Nýjustu tölur fyrir þessa risalöndun á Önnu EA er EKKI 170 tonn.
heldur 152,4 tonn. sem engu að síður er ansi góður afli.
það setur þessa metfrétt mína í eitthvað rugl. Drottninginn Jóhanna Gísladóttir GK hefur landað yfir 150 tonn í einni löndun, og mun ég þurfa að fara í smá rannsóknarvinnu um hvar aflametið sé.
Það má reyndar geta þess að Þorbjarnarlínubátarnir lönduðu stórum löndunum þegar þeir silgdu erlendis fyrir nokkrum árum síðan.
Þannig að eftir stendur hvar er metið og hver á það er það ?...

Anna EA???
Mynd Grétar Þór
Eða ....

Jóhanna Gísladóttir GK..
Mynd Vígfús Markússon