Finnbjörn ÍS áður Farsæll GK kominn í nýjan,2015 lit
Eins og greint var frá hérna á síðunni fyrir um mánuði síðan með sölunni á Farsæli GK að þá fékk hann nafnið Finnbjörn ÍS .
Farsæll GK hafði alla sína tíð verið rauður enn nýi eigandinn hefur haft bátanna sína gula á litinn,
og núna hefur gamli góði Farsæll GK skipt um lit og er orðinn fallega gulur, og það er kanski mest um vert að svarta röndin sem var á brúnni er farinn.
nýji liturinn fer bátnum ansi vel, og verður fróðlegt að fylgjast með bátnum þegar á veiðar hann fer. það mun allt vera hægt hérna á aflafrettir

Búið að mála bátinn við bryggju

Finnbjörn ÍS kominn á flot við bryggju á Akranesi. Myndi Elli bjössi Halldórsson
og svo hérna er mynd af FArsæli GK áður enn hann var seldur

Farsæll GK mynd Jóhann Ragnarsson