Fjórði kínabáturinn í lengingu,2016
Það er ansi mikið búið að vera í gangi hjá Stakkavík í Grindavík. Málið þegar að Óli á Stað GK var seldur til Fáskrúðsfjarðar var ansi mikið og heitt mál í Grindavík þegar það var að ganga yfir,
sem hluta af kaupverði þá fékk Stakkavík 200 tonna kvóta í aflamarkinu. Stakkavík hefur í nokkur ár gert út aflamarksbátinn Gulltopp GK enn bætti við Kristbjörgu HF ( sem líka var skráð SH), Sá bátur er einn af kínabátunum svokölluðu.
Núna er Kristbjörg HF kominn í Njarðvíkurslipp og er að fara í lengingu og breytingar. Verður báturinn lengdur um 4 metra, settur í hann veltitankur. Án efa verður skipt um nafn á bátnum.
Þetta er því fjórði kínabáturinn sem verður lengur í Njarðvík,. Búið var að lenga Benna Sæm GK og Sigga Bjarna GK sem eru dragnótabátar. Svo var Sólborg RE lengt og yfirbyggð og fékk nafnið Faxaborg SH og stundar línuveiðar. Mun Kristbjörg HF verða svo til samskonar að stærð og FAxaborg SH er núna,

Kristbjörg SH mynd Guðmundur Gauti SVeinsson,