Frosti ÞH aflahæstur á vertíðinni 2016.
Vetrarvertíðinn árið 2016 lauk formlega 11 maí síðastliðinn.
í sjómannadagsblaði Fiskifrétta sem kom út núna þá var stór og mikil grein frá mér um vertíðina,
ætla aðeins að stikla á henni hérna.
viðmiðið er 400 tonn, enn þetta viðmið hef ég notað yfur allar vertíðir sem á tölur yfir aftur til ársins 1944.
Þetta ár þá voru það 93 bátar sem yfir 400 tonnin komust og er þetta mesti fjöldi sem hefur komist yfir 400 tonnin í 12 ár .
þrír bátar komust yfir 2þúsund tonnin og hefur aldrei a´ður eins mikill fjöldi báta komist yfir 2 þúsund tonnin .
í þriðja sætinu var Jóhanna Gísladóttir GK með 2094 tonn í 19 róðrum ,
í öðru sætinu var Steinunn SF með 2285 tonn í 34 róðrum
og aflahæstur bátanna var Frosti ÞH með 2366 tonn í 41 róðrum .

Frosti ÞH Mynd Grétar Þór