Frosti ÞH ekki með 93 tonn!,2015

Eins og greint var frá hérna á síðunni í gær varðandi makrílveiðar hjá þeim togskipum sem stunda veiðar og ísa afla að þá voru þeir Frosta menn með ansi stóra og mikla aflatölu í stærstu löndun sinni.


Þegar forritið mitt fína reiknaði listann þá kom í ljós að stærsta lönduninn var 93 tonn sem skráð var á Frosta ÞH.

áhöfnin á Frosta er nú þekkt fyrir að koma með kjaftfullan bát í land enn þessi tala 93 tonn olli mér heilabrotum og maður velti fyrir sér, hvernig í fjandanum gátu þeir troðið 93 tonnum í bátin??.

Jú svarið reyndist vera ansi auðvelt.  um var að ræða misstök hjá Fiskistofu sem skráði ansi mikinn afla inná bátinn,

í raun þá var aflinn hjá Frosta ÞH ekki 93 tonn heldur tæp 50 tonn í einni löndun,  sú tala er líka mun skiljanlegri enn hin .  

Frosti ÞH Mynd Ragnar Pálsson