FRØYANES flaggskipa allra línubáta!,2016

á nýjsta listanum yfir norska línubáta sem kom á Aflafrettir.is núna í dag þá var þar á toppnum bátur sem vægast landaði ansi miklum afla.  


þessi bátur heitir FRØYANES og landaði í einni löndun um 830 tonnum sem er feiknarlega mikill afli miðað við línubát.

enn hvaða bátur er þetta.  FRØYANES var smíðaður árið 2011 og er einn fullkomnasti línubátur heims.   Hann er 60 metra langur og 14 metra breiður.  Báturinn mælist 2329 tonn og er með 4158 hestafla aðalvél.
Um borð í bátnum er beitningavéla kerfi frá Mustad og er það enginn smásmíði, 70 þúsund króka beitningavél.  

um borð í FRØYANES er mjög fullkominn vinnslu búnaður og getur skipið flakað og fryst  og eru tæki um borð í bátnum sem geta vakúmpakkað fiskinum í neytendapakkningar  tilbúnar til sölu í búðum.  Einnig er afskurður og marningur unnin  í gæludýramat, eins og fyrir ketti og hunda.  þannig að allt sem kemur um borð í bátinn er nýtt, annaðhvort til manneldis eða þá í gæludýrin.  

báturinn er mjög vel útbúinn gagnvart t.d áhöfn, enn um borð í honum er t.d líkamræktaraðstaða , bíóklefi, og sánaklefi.   um borð í bátnum er 20 til 22 manna áhöfn, en klefar eru um borð fyrir 28 manna áhöfn.

FRØYANES er gerður út af Ervike Havfiske og gerir það fyrirtæki út 15 línubáta og er FRØYANES  flaggskipið í flotanum hjá því fyrirtæki, var báturinn smíðaður í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. 



Fröyanes Mynd Sakir Erdogan.


Brúinn enginn smásmíði.  Mynd Sakir Erdogan


Setustofan,