Fullfermi hjá Bíldsey SH, myndasyrpa

Eftir að hrygningarstoppinum lauk þá var veiði hjá bátunum mjög góð, hvort sem það voru 

línu, neta eða dragnótabátar.

frá Snæfellsnesi þá komu tveir bátar Gullhólmi SH og Bíldsey SH til veiða útaf sandgerði og gekk ansi vel hjá þeim

þeir fóru síðan frá Sandgerði báðir og fóru við veiðar suður af Vestmannaeyjum,

Báðir voru að eltast við lönguna og gekk Bíldsey SH ansi vel.  áhöfnin lagði alls eina og hálfa lögn

samtals 30.000 króka,  þetta samsvarar 71 bala.

veiðin var góð hjá áhöfn bátsins, þó ekkert mok, en náðu samt sem áður að fylla bátinn.

kom Bíldsey SH til Þorlákshafnar með alls 24,4 tonn og af því þá var langa 16,4 tonn.

þessi afli gerir 344 kíló á bala

sem er nú nokkuð gott.

Ég var ekki viðstaddur þegar að Bíldsey SH kom með þetta fullfermi til Þorlákshafnar og fékk því Tedda Elvar Owen 

'i Þorlákshöfn til þess að mynda Bíldsey SH, og hann fór með dróna út og myndaði bátinn.

Færi ég  honum bestu þakkir fyrir flottar myndir og læt hérna myndasyrpu af Bíldsey SH











Myndir Teddi Elvar Owen, þarna sést í Eskey ÓF sem var nýbuinn að landa, en Eskey ÓF var með 13,9 tonn