Fullfermi hjá Faxaborg SH,2016

Eins og þið lesendur góður hafið tekið eftir þá hefur orðið nokkur breyting ái línubátaflota á Snæfellsnesinu,  þangað komu nokkrir stórir línubátar, eins og Stakkhamar SH, nýja Særif SH og Faxaborg SH sem áður hét Sólborg RE og fór í miklar endurbætur.

samhliða þessu þá hætti Friðþjófur Orri sem var skipstjóri á Særifi SH og tók hann við skipstjórn á Faxaborg SH.  
á meðan Friðþjófur eða Fitti eins og heimamenn kalla hann var með Særif SH ( 15 tonna bátinn) þá kom ansi oft fyrir að hann kom með Særif SH drekkhlaðið af afla til hafnar.  

Þegar hann tók við FAxaborg SH þá var það ekki spurninginn um hvort hann myndi ná að fylla bátinn heldur hvenær,

og ekki þurftum við að bíða lengi.  Faxaborg SH fór þvert yfir Breiðarfjörðin og lagði á steinbítsmið úti fyrir vestfjörðum og lenti þar heldur betur í steinbítsmoki.   Að sögn Friðþjófs í samtali við Aflafrettir.is þá lögðu þeir línuna tvisvar og lágu því úti um nóttina.  samtals lögðu þeir 45 þúsund króka og eins og Friðþjófur orðaði það þá voru öll kör full um borð, nema EITT, sem hann sagðist ætla að fylla næst.  

alls komu úr bátnum 39,6 tonn og af því var steinbítur 31,6 tonn.  ef við reiknum þetta á bala  þá eru þetta 100 balar og er því aflinn um tæp 400 kíló á bala sem er nú ansi gott,

Að sögn Friðþjófs þá er steinbítsvertíðin að hefjast fyrir vestan þótt að þeirra steinbítsvertíð sé lokið í bili.  

engar myndir eru til að bátnum með aflann enn Friðþjófur sagði að báturinn hefði borið þessi 40 tonn ansi vel, og hefði verið nokkuð siginn að framan og verið svo til beinn á sjónum, enn gott veður var þegar þessi túr var farinn,

Faxaborg SH Mynd Alfons Finnson,