Fullfermi hjá Finnbirni ÍS ,2016

á vestfjörðrum núna í sumar hafa nokkrir dragnótabátar verið gerðir þrír af þeim hafa verið ansi atkvæðamiklir .


Ásdís ÍS., Egill ÍS og Finnbjörn ÍS sem allir náðu að fiska yfir 200 tonnin núna í júní.

Elli Bjössi Halldórsson skipstjóri á Finnbirni ÍS hefur núna í júlí fiskað ansi vel og í fyrstu þrem róðrunum núna í júlí þá landaði báturinn 75 tonnum eða 25 tonn í róðri.  í þessum afla þá var þorskur uppistaðan í aflanum eða 68,4 tonn.

þennan afla fékk hann á þremur dögum í röð.

einn af þessum róðrum var ansi stór eða 28,1 tonn.

að sögn Ella þá fékk hann þann afla í 3 köstum eða 9,3 tonn í kasti.  allir bátarnir hafa verið að veiðum í Aðalvík og eru þar á 45 til 60 faðma dýpi.  

allur aflinn af Finnbirni IS fer á markað og í stóra róðinum þá varð aflaverðmætið 9,2 milljónir króna sem er nú ansi gott.  


Að sögn Ella þá var allur þessi afli í lestinni og var í körum og stíum.  sagði Elli að ekki hafi sést á bátnum með aflann, enn síðuritari vill nú meina að eitthvað hafi nú sést á bátnum. heheh


Finnbjörn ÍS mynd Elli Bjössi