Fullfermi hjá Hrefnu ÍS ,2016
Það er búið að vera ansi góð steinbítsveiði við vestfirðina og þá helst í röstinni útaf Látrabjargi.
Það var greint frá því hérna á síðunni um mokveiði hjá Særifi SH,
enn í Suðureyri er 15 tonna báturinn Hrefna ÍS og núna í lok apríl þá lenti báturinn í smá steinbítsveislu,
Haraldur Jón Sigbjartson rær ásamt Dominik á Hrefnu ÍS og þeir fóru með 32 bala þarna út af látrabjarginu enn það er nokkuð löng leið eða 50 mílur þarna frá þeim þar sem þeir landa á Suðureyri,
frekar róleg veiði var á fyrstu 6 balanna, því þá voru ekki kominn í bátinn nema rétt um 900 kíló. enn á hina 26 balanna þá var algert mok. og þegar upp var staðið þá kom úr bátnum 16,9 tonn og af því þá var steinbítur 16,2 tonn.
tveir menn í moki
Þessi 26 balar voru því að gefa um 615 kíló á balann. og sagði Haraldur að þetta hefði verð ansi mikið púl vinna að draga þessa 26 bala, enda aðeins tveir menn á bátnum. þetta gerir um 8,4 tonn á mann sem er nú ansi mikið.
Að sögn Haralds þá bar báturinn þennan afla mjög vel og veður var gott enda siglinginn löng. og eins og sést á myndunum sem fylgja með þá var ekkert laust á dekkinu. enn lestin var kjaftfull.
Allur aflinn fer til vinnslu hjá Íslandssögu og þá á markaðstengdu fiskverði.
Með elstu 15 tonna Cleópötrunum
Hrefna ÍS er einn af elstu 15 tonna Cleopötru bátunum hérna á landinu enn hann var smíðaður árið 2006 og er alveg eins og hann var þegar hann var smíðaður. Sagði Haraldur að báturinn hefði gengið gríðarlega vel öll þessi 10 ár og t.d er sama vélin í honum. Haraldur hefur verið skipstjóri á Hrefnu ÍS síðan 2013, enn var með báturinn fyrst eftir að hann kom nýr til Suðureyrar.

Hrefna ÍS kemur til Suðureyrar með 17 tonn,


Öll ílát og pokar fullir. Myndir Steinar Skjaldarson