Fullfermi hjá Kristínu ÍS .2015
Útgerðarmaður Ella P SU keypti um áramótin bátinn MAgga Jóns KE frá Keflavík og sá bátur hét þar áður Lúkas ÍS og undir því nafni þá fiskaði báturinn ansi vel og uppskar flottustu setingu sem sést hérna á gömlu aflafretta síðunni. " En strákar sjáiði Lúkas ÍS",
Þegar nýja aflafretta síðan komst í gangið þá var ein fyrsta fréttin sem var þá skrifuð var um Kristínu ÍS sem gerður er út frá ÍSafirði. Davíð Björn Kjartansson er skipstjóri og eigandi af Kristínu ÍS og hann var líka með Lúkas ÍS þegar þessi fræga setning var sögð.
Í fyrrahaust þá kom nefnilega Kristín ÍS með rúmlega 10 tonn að landi í einni löndun og ég spurði Davíð þá hvort hann teldi að hann gæti bætt þennan afla. hann svaraði því til að " já það get ég",
og já hann stóð við það og gerði það ansi vel. Hann fór út með 46 bala og lagði um 40 mílur út frá Ísafirði á svæði sem kallast barðinn. Hitti þar ansi vel í steinbítinn og komst aflinn upp í 800 til 900 kíló á bala og þegar upp var staðið þá kom báturin með um 15,4 tonn í Ísafjarðar, sem gerir 335 kíló á bala,
Sagði Davíð að mjög mikið af steinbít væri á grunninu enn hann hefði fengið að vera þar í nokkrum friði í vetur vegna brælu og svo líka það að menn væri ekkert að sækja það stíft í hann vegna þess hversu lágt verðið væri sem og að sumir væri orðnir litlir á steinbítskvóta.
Allur aflinn var í körum í Kristínu ÍS, enn davið sagði að báturinn væri það dekkmikill að lítið mál væri að hafa nóg að körum um borð.
þess á milli sem að hann rær á steinbít þá er hann að fiska lifandi þorsk sem hann elur síðan áfram í eldiskvíum. Reyndar ætlaði Davíð að fara annan steinbítstúr og fara þá með færri bala eða 36. Allur steinbíturinn fer í vinnslu til Reykjavíkur enn Davíð samdi við fiskverkun þar um að taka við steinbítnum frá honum,

Vel siginn með 15 tonn og 46 bala,

gaman að sjá stálið líka fiska samanborið við plastið,

Komið inn,

Komið að bryggju. Myndir Jón Arnar Gestsson