Fullfermi hjá Steinunni HF ,2015
Það er búið að vera ansi góð línuveiði um svo til allt land núna í haust. á Austfjörðum hafa nokkrir smábátanna verið , enn minna um stóru línubátanna.
Þar er meðal annars Steinunn HF sem hefur fiskað mjög vel síðan báturinn hóf veiðar þar undir stjórn Sverris Þórs Jónssonar. Enn báturinn var hæstur í júlí, ágúst og september og var í öðru sætinu júní.
Núna í nóvember hefur lítið sést til Steinunnar HF enn þó gerði þeir á bátnum ansi góðan túra fengu 13,3 tonn í einni löndun
og komu svo með fullfermi um miðjan nóvember eða 15,5 tonn.
Að sögn Sverris þá fengu þeir þennan afla útí kanti um 46 sjómílur frá Stöðvarfirði og sagði Sverrir að þetta væri svona í það lengsta sem þeir fara út á bátnum, um 5 til 6 klukkustunda stím er heim með aflann,
uppistaðan í aflanum var þorskur eða um 15 tonn.
þessi 15,5 tonna róður var stærsti róðurinn sem Sverrir hefur komið með á Steinuni HF og sagði hann að svo til allt var fyllt sem hægt var að fylla. 13 stór kör voru í lestinn,, 3 stykki af 700 kg álkörum. svo var í beitukassanum og blóðgunarkassanum og svo laust á lestinni upp í lúgu og smá framan við lestina.
Þennan afla fengu þeir á 17 þúsund króka og við reiknum það upp miðað við 450 króka bala, þá eru það um 38 balar, og er þetta því um 410 kíló á bala.

Steinunn HF á Stöðvarfirði með fullfermi. Mynd Sverrir Þór Jónsson