Fyrrum Sjávarborg GK sokkin,,2016
Sandgerði hefur um árabil verið sú höfn á Íslandi sem hefur haft flestar landanir ár hvert. Ef farið er aftur í tímann þá var Sandgerðishöfn oft í hópi með umsvifamestu höfnum landsins. t.d um vetrarvertíð þá var oft yfir 100 bátar að landa þar daglega.
Þá var í Sandgerði loðnubræðsla og reyndar er nokkuð merkilegt að loðnubræðslan í Sandgerði var fyrsta loðnubræðsla á Íslandi sem tók loðnu í bræðslu. Báturinn Árni Magnússon GK var fyrsti báturinn til þess að hefja loðnuveiðar enn þá vildi engin bræðsla taka loðnuna til sín nema loðnubræðslan í Sandgerði.
Þó svo að loðnubræðslan í Sandgerði hafi verið til um árabil þá voru ekki margir loðnubátar sem voru skráðir í Sandgerði. Stærsti loðnubáturinn sem var í Sandgerði var Sjávarborg GK 60 sem var smíðaður á Akureyri. Hann kom til Sandgerðis árið 1981 og var þá í eigu Hafliða Þórssonar. báturinn var í hans eigu til ársins 1993, en þá var báturinn innsiglaður vegna vangoldins virðisaukaskatts.
Þann tíma sem að Sjávarborg GK var við veiðar hérna við land þá var báturinn feikilegur aflabátur á loðnunni og þótt að hann bæri ekki nema um 800 tonn þá gaf hann stærru bátunum ekkert eftir í loðnuafla. enda var Sjávarborg GK iðulega með aflahæstu loðnubátunum á vertíð,
Báturinn var síðan seldur út landi og hefur meðal annars verið við veiðar við Marakó í Afríku,
í dag þá kom leki af bátnum þar sem hann var við veiðar undan stöndum Marakó og skömmu síðar kom upp mikill eldur í skipinu. Tókst að bjarga áhöfn bátsins, enn bátnum var ekki bjargað og sökk hann því seinnipartinn í dag.

Sjávarborg GK við loðnuveiðar árið 1988 mynd Jónas Árnason,

Karelia Mynd af vef marinetraffic