Gengur vel hjá Andey GK á makríl,2016

Eins og greint var frá hérna á www.aflafrettir.is þá var Bjössi á Andey GK fyrstur krókabátanna til þess að hefja makrílveiðar á handfærum.


ennþá er hann eini báturinn sem er að þessum veiðum og þótt byrjunin hafi verið frekar róleg og lítil veiði þá náði Bjössi að koma með Andeyina sína drekkhlaðna til Grindavíkur núna um daginn  því landað var úr bátum 8,5 tonnum.  


Bjössi hefur verið að veiðum undir ströndinni frá grindavík og að reykajanesvita og hefur náð að kroppa upp samtals um 21,2 tonnumí 8 róðrum eða 2,7 tonní róðri.  sem er nú bara ansi gott

enn sem komið er þá situr Bjössi einn af þessum veiðiskap á Andey GK,


Andey GK Mynd Markús Karl Valsson