Gísli Súrsson GK í Sandgerði,2015
Gísli Súrsson GK sem hafði verið að veiðum við austfirðina síðan í júní er kominn suður eins og frá hefur verið greint. og ég hitt þá félaga í Sandgerði þar sem þeir voru að landa.
Ekki létu þeir nú vel af fiskerínu voru með um 3 til 3,5 tonn á 18000 króka. það eru um 40 balar og um 88 kíló á bala.
Það þarf svolítið að hafa fyrir línuveiðinni hérna núna fyrir sunnan enn eins og sást á nýjasta smábátalistanum bátar að 15 BT þá voru þeir félgarar á Óla Gísla GK að fiska nokkuð vel og fengur 15 tonn í 4 róðrum .
ég smellti smá myndum af og kíkti um borð , Um borð í Gísla Súrssyni GK er kælisnigill eins og í Málmey SK enn þó margfalt minni. um 15 mínuntur tekur fyrir fiskinn að fara í gegnum kælisnigilinn.
Þröstur silgdi bátnum suður og sagði hann að báturinn hefði hreppt skítaveiður hluta af leiðinni eða um 20 metra á sek, og stóð báturinn sig nokkuð vel, enda var hann þyngdur að framan þannig að núna lyftir hann sér ekki yfir minni öldur heldur siglir í gegnum þær.

Svakalega LED ljósabrettir framan á bátnum. sögðu þeir að þau væru mjög góð í nánd, enn lýsa ekki langt fram.

Fiskikar á leiðinni upp.

Kælisngilill

Allt komið á bryggju. Þröstur skipstjóri til hægri á myndinni
Myndi Gísli Reynisson