Góð skötuselsveiði,2016

þegar að skötuselurinn fór að veiðast fyrst hérna við landið þá var hann helst að finna sunnanlands á miðunum  út frá þorlákhöfn og vestmannaeyjum.  svo hægt og rólega þá færðist hann vestar og vestar og núna hefur hann verið að veiðast á vestfjörðum,


núna í júlí þá hafa nokkrir minni bátar hafið skötuselsveiðar og landað að mestu í Bolungarvík og hefur aflin hjá bátunum verið ansi góður.  

flestir bátanna hafa verið að veiðum undir Bolafjalli og meðfram hlíðinni yfir í súgandafjörð.

  
Þeir bátar sem hafa verið atkvæðamestir þarna eru t.d Neisti HU sem hefur landað 13,5 tonnum í 11 róðrum og þar af 2,5 tonn í einni löndun,

Neisti HU mynd Pascal Drouan

Kristín Hálfdánar ÍS hefur landað 4,5 tonní 4 róðrum og þar af 1,7 tonn í einni löndun


Kristín Hálfdánar ÍS mynd ljósmyndari ókunnur

og Kiddi RE hefur landað mest af bátunum enn hann er líka minnstur af þeim.  
hefur landað 19,8 tonnum í 11 róðrum og mest 3,2 tonn í einni löndun,

Kiddi RE