Góð veiði hjá Gullhólma SH,2016

Það var ansi djörf ákvörðun hjá fyrirtækinu Agústson ehfa í Stykkishólmi að selja stálbátinn Gullhólma og láta smíða fyrir sig plastbát sem fékk sama nafn og var smíðaður hjá seiglu á Akureyri,


sitthvað sýnist mönnum um fegurð bátsins enn bátnum hefur gengið nokkuð vel frá því hann kom og er t.d eini 30 tonna báturinn sem slægir aflann um borð og að auki þá er Gullhólmi SH ekki í dagróðrum.

Gullhólmi SH kom um daginn með ansi góðan afla til Ólafsvíkur enn landað var úr bátnum 23,2 tonn.  Að sögn Péturs Erlingsonar skipstjóra á Gullhólma SH þá fengu þeir þennan afla út frá Arnarstapa og var þetta ein og hálf lögn.  eða samtals 34 þúsund krókar.  Uppreiknað í bala þá eru þetta um 75 balar og afli því á bala 309 kíló.  

Pétur sagði að í maí þá hefði báturinn landað fjórum sinnum og voru allar landanir nema ein yfir 20 tonn.  

Lestin í bátnum er nokkuð stór og sagði Pétur að hann hefði komið 22,5 tonnum í körum í lestina eitt sinn.  enn fyrir utan það þá er hann með fisk í þvottakörum á dekki eins og var í þessum 23 tonna túr.

Alment séð þá var hann mjög ánægður með bátinn þótt hann gengi nú ekkert mikið hratt, er að ganga þetta 8 til 9 mílur.  

Alfons Finnson tók myndina að neðan af Gullhólma SH enn eins og sést þá ber hann þennan afla nokkuð vel og er svo til jafnsiginn með aflan.

Það má geta þess að Gullhólmi SH á 2 systurbáta sem eru allir nokkurn vegin jafn stórir.  Sandfell SU og í Noregi Saga K.


Gullhólmi SH mynd Alfons Finnson