Góður grálúðutúr hjá Kristrúnu RE,2015
Línubáturinn Kristrún RE sem að Fiskkaup í Reykjavík er einn af þeim línubátum sem hefur leikið sér að því að koma með yfir 100 tonn að landi í einni löndun á línuni.
Báturinn er líka sá eini sem leggur í þær veiðar að veiða grálúðu í net og frysta um borð.
Fyrsti túrinn núna gekk ansi vel og var báturinn 21 dag á veiðum og vinnslu og í heild var túrinn um 27 dagar höfn í höfn.
kom báturinn svo til með fullfermi eða 256 tonn sem gerir um 12,2 tonn á dag miðað við 21 daga, enn 9,3 tonn miðað við höfn í höfn,
Aflaverðmætið var ansi gott eða 190 milljónir eða 742 krónur á kílóið.
Kristrúnar menn eru núna í öðrum grálúðutúr og stefna á að landa fyrir sjómannadaginn ekki nema að veiðin verði það mikil að þá verður millilandað og haldið síðan áfram að sjómannadeginum,
Sigurður Bergþórsson náði mynd af Kristrúnu RE koma til hafnar með 256 tonn og verður að segjst að báturinn ber þennan risaafla ansi vel, enn að sögn skipverja um borð þá fannst alveg á siglingu hversu þungur báturinn var.

Kristrún RE kemur með 256 tonn. Mynd Sigurður Bergþórsson