Hálfleikur á Strandveiðunum ,2015
Í fyrra þá fékk ég margar fyrirspurnir um hvort ég ætlaði að sinna strandveiðibátunum, og ég fékk þessa óskir líka í allan vetur frá ykkur lesendur góðir,
þetta er nokkuð mikið verkefni að fylgjast með þeim , enn ég ákvað að láta slag standa og búa mér til gagnagrunn sem þægilegt væri að vinna úr,
og fyrsta afurðin af þeim kom í maí þar sem ég sinnti öllum svæðum í heildina,
Miðað við hversu góð viðbrögð ég fékk við því þá var ekkert að vanbúnaði til þess að halda áfram og sjá hvort ég gæti sinnt þessu eitthvað.
Núna fyrr í kvöld var ég að birta lista yfir öll svæði A, B, C og D og eru 70 bátar birtir á hverju svæði fyrir sig.,
nánar um svæðin
á svæði A hafa 220 bátar landað 706 tonnum og mun síðasti dagurinn á þeim veiðum verða fimmtudagurinn 18 júní,
Svæði B hafa 131 bátur landað 304 tonnum,
Svæði C hafa 103 bátar landað 175 tonnum
og svæði D hafa 119 bátar landað 214 tonnum,
ef við skoðum meðaltal á bát
Svæði A 3,2 tonn,
Svæði B 2,3 tonn
Svæði C 1,7 tonn
Svæði D, 1,8 tonn,
núna eru fjórir toppbátar á listunum fjórum og einn af þeim bátum vekur hvað mesta athygli og er það Sóla GK sem er hæstur á svæði D, enn báturinn er ekki nema 2,8 BT að stærð

Mynd Emil Páll