Haukaberg SH til Patreksfjarðar,2015

Alveg frá því að Haukaberg SH var smíðað árið 1974 þá hefur báturinn verið
gerður út frá Grundarfirði af sömu útgerð og með sama nafni í hátt í 41 ár
eða þangað til að báturinn var seldur núna í sumar til Loðnuvinnslunar á
Fáskrúðsfirði.
Loðnuvinnslan tók kvótann af Haukaberginu og setti hann svo á söluskrá
kvótalausan,

Núna er búinn að selja bátinn enn hann er ekki að fara langt frá
Grundarfirði, nefnilega einungis yfir Breiðarfjörðin til Patreksfjarðar,

Þar er fyrirtækir Oddi ehf sem er búið að kaupa Haukaberg SH og mun hann
koma í staðin fyrir Brimnes BA.

Að sögn Sigurðar Viggóssonar framkvæmdastjóra Odda ehf þá er hugsunin með
kaupunum að vera betur fyrir áhöfnina enn Brimnes BA er óyfirbyggður og er
í raun eini stóri línubáturinn sem ekki er yfirbyggður.

Nýi báturinn mun ekki fá Brimnes nafnið þar sem það nafn er í eigu aðila á
Patreksfirði.  Beitningavélin sem er í Brimnesi BA verður flutt yfir í
nýja bátinn og er hún um 25 þúsund króka.

Ef að bátarnir eru bornir saman þá er það þannig að Brimnes BA er 23
metrar á lend, 5 metrar á breidd og mælist 84 BT, í honum er 608 hestafla
aðalvél.

Nýi báturinn er 29 metrar á lengd, 6 metrar á breidd og mælist 194 BT.  í
honum er 787 hestafla aðalvél,

Þar sem nýi báturinn mun ekki frá Brimnes BA nafnið þá er áhugavert að
velta fyrir sér nöfnum báta á Patreksfirði sem eiga sér langa sögu þar.
upp koma í hugann 4 bátanöfn.  Vestri BA sem núna í noktun.  Patrekur BA
sem var lengi í noktun, Þrymur BA sem var ennþá lengur í noktun, og Garðar
BA.  enn það nafn var á þeim fræga Garðari BA sem að Jón Magnússon silgdi
upp í fjöru um 1981, og það nafn kom síðan aftur á bát.  Enn Oddi lét
smíða fyrir sig einn af þessum Kínabátum og fékk hann nafnið Garðar BA ,
enn það nafn var ekki lengi á honum þar sem að báturinn var ekki gerður
lengi út undir því nafni