Haustævintýri hjá Björg Hauks ÍS ,2015

Það hefur væntalega ekki farið frammhjá ykkur lesendur góðir að smábáturinn Björg Hauks ÍS hefur átt ansi góði gengi að fagna núna í haust.


Báturinn er ekki nema um 8,3 tonn að stærð og er því á listanum bátar að 13 BT, enn hefur átt vægast sagt ævíntýralegt gengi núna í haust.  í September þá var báturinn ekki langt frá því að ná toppnum  enn lenti þá í öðru sætinu skammt á eftir Akrabergi ÓF, 
í Október þá gerðu strákarnir á Björg Hauks ÍS sér lítið fyrir og nelgdu sig fastan í efsta sætinu á lista númer eitt í október og héldu sig fastan á toppnum alla 7 listanna og enduðu með rúm 80 tonn sem er ansi gott á ekki stærri báti,

Um borð í Björg Hauks ÍS er ekki nema tveir menn Steingrímur og skipstjórinn Einar Ási Guðmundsson.  í Samtali við Aflafrettir sagði Einar að þeir væru ansi sáttir við gott gengi núna í haust, enn þeir eru að róa með 30 til 32 bala í hverjum róðri og er beitt á Ísafirði enn róið frá Bolungarvík. 
 
Einar sagði að þeir hefði mikið verið á veiðum norður af Hornbjargi út af 12 mílunum .  Báturinn er eins og áður segir ekki neam 8,3 tonn og eins og Einar segir orðrétt  "við látum það ekkert stoppa okkur að róa langt til að sækja hann þótt báturinn sé smár".

Allur aflinn af bátnum fer á fiskmarkað Bolungarvíkur og hafa verðin verið þokkaleg enn þó segir Einar að ýsuverðið mætti fara aðeins að hífast upp.
Núna í haust þá hefur Björg Hauks ÍS mest komið með um 7,5 tonn í land í einni löndun og sagði Einar að báturinn tæki um 4 tonn í lestina og svo með 2 kör á dekki. restin er þá laust, enn hráefnið sem er laust er svo nýtt og kuldi úti að það hefur ekki áhrif á gæði fisksins.
Miðað við meðalverð á Reiknistofu fiskmarkaðanna þá er meðalverðið núna í haust um 300 krónur og er því aflaverðmæti Björg Hauks ÍS núna í haust hátt í 60 milljónir króna og það er ansi gott fyrir einungis tvo kalla um borð.

Það á vel við málshátturinn góði, Þeir fiska sem róa



Björg Hauks ÍS að koma með um 8 tonn í land mynd Íris Rut Jóhannesdóttir

Björg Hauks ÍS mynd vikari.is