Heimsókn í Örn GK,2016
Meðan ég var þarna í Sandgerði þá loksins náði ég Kalla á Örn GK koma í land.
Kalli sagði að veiðin hefði verið róleg 6 tonn, á sama tíma í fyrra var aflinn 17 tonn í fyrsta túr eftir stoppið.
Kíkti um borð og átti gott samtal við vélstjórann um borð.






Örn GK kominn í hafnarkjaftinn,

Laglegur bátur,

Löndun hafin.

Maður kíkti loksins um borð. lestin ansi stór og mikil, vélstjórinn tjáði mér að hún tekur um 100 kör, eða í kringum 35 tonn.

Kalli skipstjóri sést þarna hægra meginn við glussatjakkin á krananum. Myndir Gísli Reynisson