Heppinn ÍS hæstur á svæði A,2015

Eins og greint var frá hérna á síðunni varðandi strandveiðarnar.  að þá lauk þeim á flestum svæðunuim núna 13 ágúst.


nema á svæði D.

farið var aðeins yfir bátanna og hverjir voru hæstir á hverju svæði fyrir sig,

á Svæði A þá var sagt frá því að Raggi ÍS hefði verið hæstur,

enn það reyndist ekki alveg rétt.  

Birgir Loftur Bjarnarson sem var stkipstjóri á Heppinn ÍS frá Ísafirði reyndist vera hæstur enn aflatölur um bátinn komu eftir að ég skrifaði fyrri fréttina,

heildaflinn hjá Heppinn ÍS í ágúst var 5881 kg eða 840 kg í róðri og síðasti róðurinn var 908 kíló.

Raggi ÍS er nú ekki langt á etir Heppinn ´ÍS því að aflinn hjá Ragga ÍS var 5851 kg eða 30 kílóum minni enn hjá Heppinn ÍS 


Heppinn ÍS mynd Sigurður Ólafsson